Núpsstaðaskógur fyrir göngufólk

Hólasport hefur þjónustað göngufólk sem vill ganga inn í Núpsstaðaskóg með því að ferja það yfir Núpsvötnin á stórum breyttum Super Eco á 46“ dekkjum.

Það hefur verið talsvert vinsælt að koma á einkabílum í Skaftafell og geyma hann þar.  Þangað sækjum við síðan hópinn og ferjum hann yfir Núpsvötnin.

Við ökum síðan eins langt og hægt er að komast á bíl þar sem hópurinn getur hafið gönguna inn í Núpsstaðaskóg og áleiðis inn í Skaftafell.
Hólasport sér aðeins um að ferja hópinn yfir Núpsvötnin en tekur ekki að sér leiðsögn á göngu.

Núpsvötnin eru ill yfirferðar og ekki ráðlegt fyrir óvana að fara yfir á eigin spýtur. Fólk hefur þó stundum tekið sénsin og reynt að fara yfir á minni bílum en oftar en ekki lent í vandræðum og séð björgunarsveitinni á Klaustri fyrir "afþreyingu".
Það er margt að varast. Þar má nefna að áin breytir sér ört og því er ekki hægt að ganga að vaðinu vísu, einnig er áin gríðarlega  stórgrýtt og sandbleytur geta leynst þar sem helst virðist fært.  Við teljum ána ekki færa nema kunnáttufólki á stórum breyttum jeppum.

 

Verð fyrir 2019

Lágmark kr. 60.000 eða allt að 6 farþegar
Eftir 6 farþega þá borgar hver kr. 10.000
Pick up í Skaftafell kr 10.000 heild
Pick up á Kirkjubæjarklaustur 0 kr
Ef það þarf að sækja hópinn aftur yfir Núpsvötnin þarf að semja um það sérstaklega
Við getum farið í sérsniðnar ferðir að óskum viðskiptavina.

Hafið samband, við getum örugglega uppfyllt þarfir hópsins

Senda fyrirspurn